Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2019 18:41 Kristján Gunnar sést hér leiddur fyrir dómara í morgun. Vísir Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands. Þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. Dómari tók sér frest til morguns til að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum en lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum. Í ljósi framkominnar gagnrýni mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka aðgerðir lögreglu við handtöku Kristjáns Gunnars til skoðunar. Kristján var leiddur fyrir dómara um klukkan eitt í dag og lögregla fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir honum. Hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa svipt þær frelsi sínu. Maður kom að fréttamanni og tökumanni eftir að Kristján var kominn inn í dómshúsið og reyndi að koma í veg fyrir að myndir næðust af Kristjáni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann bróðir Kristjáns. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Kristjáni þar sem áhyggjur eru uppi um áframhaldandi brotastarfsemi. „Eðli málsins skamkvæmt er verið að rannsaka mjög alvarleg brot. Við erum að tala um kynferðisbrot, líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru líka fíkniefnabrot sem koma þarna inn í,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar.Vísir/baldur Dómarinn við héraðsdóm í dag tók sér frest til hádegis á morgun til að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi varðhald. Lögreglan þurfti því að sleppa Kristjáni og handtaka hann aftur. Hann er núna í fangaklefa lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem lögreglan má halda honum í sólarhring. „Dómari telur sig þurfa lengri tíma til að meta það hvernig sé brugðist við þessari kröfu,“ segir Karl Steinar. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu. Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt lögreglu fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við en hann hafði óskað eftir aðstoð lögreglu við að ná dóttur sinni af heimili Kristjáns daginn áður, eða þann 22. desember, eftir að hann frétti af dóttur sinni á heimilinu. Vitað hafi verið að mikið af fíkniefnum væri í húsinu en lögreglumennirnir hafi ekkert viljað gera. Lögreglumennirnir báru búkmyndavélar og hefur lögregla farið yfir aðgerðirnar. „Við sjáum ekki neina þætti þar sem hefðu átt að vera með öðrum hætti. Þessi gögn eru hins vegar öll til og við gerum ráð fyrir því að nefnd sem hefur eftirlit með lögreglu fari yfir þau,“ segir Karl Steinar. Frá vettvangi við heimili Kristjáns aðfaranótt aðfangadags.Vísir Faðirinn kallaði svo aftur á lögreglu á Þorláksmessukvöld en á svipuðum tíma og lögregla mætti á vettvang kom dóttir hans út úr íbúð Kristjáns í annarlegu ástandi og var flutt á sjúkrahús. Kristján var handtekinn en honum svo sleppt að lokinni skýrslutöku. „Á þeim tíma er það mat okkar byggt á meðalhófsreglunni að það sé ekki tilefni til frekari aðgerða,“ segir Karl Steinar en Kristján var handtekinn á ný á jólanótt grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt út haldi kvöldið áður. Hann var þá úrskurðaður í gæsluvarðhald.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Tveir réttargæslumenn hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa látið Kristján lausan. Voru engin mistök að sleppa honum að þínu mati?„Það voru ekki á þeim tímapunkti en það er allt öðruvísi þegar við setjum það í samhengi við það sem er í dag. Þarna er kona á þrítugsaldri sem er flutt á sjúkrahús, þarna eru neysluskammtar af fíkniefnum þetta er ekki eitthvað sem við krefjumst gæsluvarðhalds fyrir,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga fleiri konur að kæra Kristján fyrir brot gegn sér. Karl Steinar segir að fleiri kærur hafi ekki borist lögreglu. „Það kæmi okkur ekki á óvart að það kæmu fleiri kærur.“ Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. 29. desember 2019 18:45 Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands. Þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. Dómari tók sér frest til morguns til að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum en lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum. Í ljósi framkominnar gagnrýni mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka aðgerðir lögreglu við handtöku Kristjáns Gunnars til skoðunar. Kristján var leiddur fyrir dómara um klukkan eitt í dag og lögregla fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir honum. Hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa svipt þær frelsi sínu. Maður kom að fréttamanni og tökumanni eftir að Kristján var kominn inn í dómshúsið og reyndi að koma í veg fyrir að myndir næðust af Kristjáni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann bróðir Kristjáns. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Kristjáni þar sem áhyggjur eru uppi um áframhaldandi brotastarfsemi. „Eðli málsins skamkvæmt er verið að rannsaka mjög alvarleg brot. Við erum að tala um kynferðisbrot, líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru líka fíkniefnabrot sem koma þarna inn í,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar.Vísir/baldur Dómarinn við héraðsdóm í dag tók sér frest til hádegis á morgun til að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi varðhald. Lögreglan þurfti því að sleppa Kristjáni og handtaka hann aftur. Hann er núna í fangaklefa lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem lögreglan má halda honum í sólarhring. „Dómari telur sig þurfa lengri tíma til að meta það hvernig sé brugðist við þessari kröfu,“ segir Karl Steinar. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu. Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt lögreglu fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við en hann hafði óskað eftir aðstoð lögreglu við að ná dóttur sinni af heimili Kristjáns daginn áður, eða þann 22. desember, eftir að hann frétti af dóttur sinni á heimilinu. Vitað hafi verið að mikið af fíkniefnum væri í húsinu en lögreglumennirnir hafi ekkert viljað gera. Lögreglumennirnir báru búkmyndavélar og hefur lögregla farið yfir aðgerðirnar. „Við sjáum ekki neina þætti þar sem hefðu átt að vera með öðrum hætti. Þessi gögn eru hins vegar öll til og við gerum ráð fyrir því að nefnd sem hefur eftirlit með lögreglu fari yfir þau,“ segir Karl Steinar. Frá vettvangi við heimili Kristjáns aðfaranótt aðfangadags.Vísir Faðirinn kallaði svo aftur á lögreglu á Þorláksmessukvöld en á svipuðum tíma og lögregla mætti á vettvang kom dóttir hans út úr íbúð Kristjáns í annarlegu ástandi og var flutt á sjúkrahús. Kristján var handtekinn en honum svo sleppt að lokinni skýrslutöku. „Á þeim tíma er það mat okkar byggt á meðalhófsreglunni að það sé ekki tilefni til frekari aðgerða,“ segir Karl Steinar en Kristján var handtekinn á ný á jólanótt grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt út haldi kvöldið áður. Hann var þá úrskurðaður í gæsluvarðhald.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Tveir réttargæslumenn hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa látið Kristján lausan. Voru engin mistök að sleppa honum að þínu mati?„Það voru ekki á þeim tímapunkti en það er allt öðruvísi þegar við setjum það í samhengi við það sem er í dag. Þarna er kona á þrítugsaldri sem er flutt á sjúkrahús, þarna eru neysluskammtar af fíkniefnum þetta er ekki eitthvað sem við krefjumst gæsluvarðhalds fyrir,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga fleiri konur að kæra Kristján fyrir brot gegn sér. Karl Steinar segir að fleiri kærur hafi ekki borist lögreglu. „Það kæmi okkur ekki á óvart að það kæmu fleiri kærur.“
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. 29. desember 2019 18:45 Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. 29. desember 2019 18:45
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13
Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36