Frumlegt og frábært framtak, sem styðja ber! Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. desember 2019 08:00 Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugeldar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra!
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar