Frumlegt og frábært framtak, sem styðja ber! Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. desember 2019 08:00 Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugeldar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun