Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:23 Þingfundi var frestað í fjórgang í gær vegna nokkuð óvenjulegs uppátækis stjórnarandstöðunnar. Vísir/Elín Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“ Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. Með því að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær reyndi stjórnarandstaðan að beita forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana þrýstingi um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólahlé. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kveðst ósáttur með uppátækið. „Það voru tæplega 40 þingmenn, 38 þingmenn, skráðir í húsi þegar þessi atkvæðagreiðsla átti að hefjast sem var meira en nóg en undir 30 sem voru í salnum þannig að einhvers staðar var þessi hópur annars staðar en þar sem hann átti að vera,“ segir Steingrímur. Þar sem óvenju margir þingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Ég er ekki ánægður með þá uppákomu en erfi það svo sem ekkert ef menn komast aftur á rétt spor,“ segir Steingrímur. Þetta eigi sér nokkur en fá fordæmi en hann voni að þetta komi ekki fyrir aftur. Hann segir lög um þingsköp alveg skír hvað varðar skildu þingmanna til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. „Samkvæmt annarri málsgrein 78. greinar þingskaparlaga, þar segir einfaldlega skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu, nema hann hafi lögmæt forföll,“ segir Steingrímur. „Þetta er mjög mikilvæg skylda vegna þess að menn eiga ekki rétt á því að koma sér undan því að sýna afstöðu sína eða taka afstöðu til mála einmitt í atkvæðagreiðslum, það er jú í atkvæðagreiðslum sem þingið talar fyrst og fremst og þingviljinn er leiddur í ljós.“
Alþingi Tengdar fréttir Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29