Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2019 20:00 Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir. Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir.
Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira