Öruggir innviðir samfélagsins Böðvar Tómasson skrifar 15. desember 2019 13:38 Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft yfirsést við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi dettur út og þannig valdið keðjuverkun eða þrepamögnun bilunarinnar. Nýlegir atburðir á Norður- og Vesturlandi sýna þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútíma samfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflstöðvar, eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er ennþá til staðar. Dæmi er um að varaaflstöðvar hafi ekki virkað eða kláruðu olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og þá sérstaklega samspil rafmagns og fjarskipta við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Byggt á grein höfundar frá 2013, þar sem fjallað er um sömu vandamál.Höfundur greinarinnar er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Fjarskipti Samgöngur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft yfirsést við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi dettur út og þannig valdið keðjuverkun eða þrepamögnun bilunarinnar. Nýlegir atburðir á Norður- og Vesturlandi sýna þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútíma samfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflstöðvar, eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er ennþá til staðar. Dæmi er um að varaaflstöðvar hafi ekki virkað eða kláruðu olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og þá sérstaklega samspil rafmagns og fjarskipta við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Byggt á grein höfundar frá 2013, þar sem fjallað er um sömu vandamál.Höfundur greinarinnar er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar