Afgönsk, á sextugsaldri og tengist börnunum fjölskylduböndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:44 Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda. Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Afgönsk kona á sextugsaldri er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja smábarna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Áður hafði verið greint frá því að einn væri í haldi lögreglu vegna málsins en ekki höfðu verið sögð frekari deili á viðkomandi. Konan er tengd börnunum fjölskylduböndum en er ekki móðir þeirra. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu og barnaverndaryfirvalda sem haldinn var í Árósum síðdegis í dag. Vegfarendur gengu fram á börnin tvö, tveggja ára dreng og ársgamla stúlku, yfirgefin á gangstétt í miðborg Árósa. Ekki hefur tekist að bera kennsl á börnin eða hafa uppi á foreldrum þeirra. Lögreglu grunar að börnin hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Komið hefur fram að lögregla leitaði á nokkrum heimilum á Austur-Jótlandi í tengslum við rannsókn málsins í gærkvöldi. Þá hafði einnig verið gefið út að ein manneskja væri í haldi lögreglu í tengslum við málið og að tvær til viðbótar hefðu verið handteknar. Þeim síðarnefndu var þó sleppt úr haldi. Börnin eru systkini Lögregla gaf það svo út á Twitter-reikningi sínum í dag að manneskjan í haldi lögreglu væri 54 ára kona. Hún yrði leidd fyrir dómara í Árósum klukkan þrjú að dönskum tíma, eða klukkan tvö að íslenskum tíma. Vi fremstiller kl. 15 en 54-årig kvinde i Retten i Aarhus. Det var den 54-årige, som blev anholdt i forbindelse med sagen om de efterladte børn. Anmodning om lukkede døre i retten. Vi vil uddybe anholdelsen af kvinden og fortælle om sigtelsen på pressemødet kl. 15.00. #politidkhttps://t.co/EL97jzdJeE— Østjyllands Politi (@OjylPoliti) December 16, 2019 Frekar var greint frá stöðu konunnar á blaðamannafundinum í dag. Þar kom fram að konan væri afgönsk og sökuð um brot á barnaverndarlögum. Henni er gefið að sök að hafa vanrækt og yfirgefið börnin. Verði konan sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Hún neitar nokkurri aðild að málinu. Þá staðfesti lögregla að konan væri tengd börnunum fjölskylduböndum. Ekki hefur verið gefið upp hvernig hún er skyld þeim en hún er þó ekki móðir þeirra. Lögregla staðfesti jafnframt að börnin væru systkini en það hafði ekki fengist staðfest. Þá kom fram að börnunum heilsaðist vel en þau eru enn í umsjá barnaverndaryfirvalda.
Danmörk Tengdar fréttir Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59 Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Lögregla í Árósum handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. 16. desember 2019 12:59
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30