Býst við að Maxarnir fljúgi í maímánuði og jafnvel fyrr Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2019 22:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó viðbúið því að vélarnar nýtist ekkert í sumaráætlun félagsins. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 3,3 prósent í dag eftir nýjustu fréttir af Möxunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim í níu mánuði. Icelandair fékk þó undanþágu í október til að forða sínum vélum frá íslenskum vetri með því að fljúga þeim til Spánar. Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair eru í vetrargeymslu á flugvelli í Katalóniu á Spáni.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair. Ákvörðun Boeing-verksmiðjanna í gær um að stöðva tímabundið framleiðslu þeirra í næsta mánuði hefur enn aukið á óvissu um endurkomu þeirra. Icelandair brást við með tilkynningu í dag um að félagið búist ekki við þeim fyrr en í maí en sé jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. -Þannig að þið búið ykkur allt eins undir það að Maxarnir komi hreinlega ekkert í sumaráætlunina? „Nei, við gerum fastlega ráð fyrir því að vélarnar verði farnar að fljúga hjá okkur í síðasta lagi í maí, - jafnvel fyrr,“ svarar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „En samt sem áður verðum við að undirbúa okkur fyrir aðrar sviðsmyndir líka. Þannig að við gerum það. En við teljum að vélarnar verði farnar að fljúga í maí í síðasta lagi og jafnvel fyrr, eins og ég sagði áðan.“ Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í október á leið í ferjuflug til Spánar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Til að mæta fjarveru Maxanna hefur Icelandair leigt tvær Boeing 737-800 NG og gerir ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. En geta flugmenn Icelandair farið beint yfir á þær eða þurfa þeir sérstaka þjálfun? „Þeir þurfa einhverja þjálfun. En við gerum ráð fyrir að okkar áhafnir séu að fljúga þessum vélum, sem er mjög gott. En það þarf einhverja þjálfun.“ Icelandair hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. „Við höfum þegar fengið ákveðinn hluta tjónsins bætt og erum áfram í viðræðum við Boeing um að fá í raun allt bætt. Og við verðum að sjá hvernig það fer. En það er okkar markmið að fá tjónið bætt frá flugvélaframleiðandanum,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist fastlega gera ráð fyrir að MAX-vélarnar fljúgi á ný í maímánuði í vor og jafnvel fyrr. Icelandair er þó viðbúið því að vélarnar nýtist ekkert í sumaráætlun félagsins. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 3,3 prósent í dag eftir nýjustu fréttir af Möxunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 MAX-þoturnar hafa nú sætt flugbanni um allan heim í níu mánuði. Icelandair fékk þó undanþágu í október til að forða sínum vélum frá íslenskum vetri með því að fljúga þeim til Spánar. Fimm Boeing MAX-þotur Icelandair eru í vetrargeymslu á flugvelli í Katalóniu á Spáni.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson, Icelandair. Ákvörðun Boeing-verksmiðjanna í gær um að stöðva tímabundið framleiðslu þeirra í næsta mánuði hefur enn aukið á óvissu um endurkomu þeirra. Icelandair brást við með tilkynningu í dag um að félagið búist ekki við þeim fyrr en í maí en sé jafnframt viðbúið frekari kyrrsetningu. -Þannig að þið búið ykkur allt eins undir það að Maxarnir komi hreinlega ekkert í sumaráætlunina? „Nei, við gerum fastlega ráð fyrir því að vélarnar verði farnar að fljúga hjá okkur í síðasta lagi í maí, - jafnvel fyrr,“ svarar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „En samt sem áður verðum við að undirbúa okkur fyrir aðrar sviðsmyndir líka. Þannig að við gerum það. En við teljum að vélarnar verði farnar að fljúga í maí í síðasta lagi og jafnvel fyrr, eins og ég sagði áðan.“ Boeing MAX-vél Icelandair tekst á loft frá Keflavíkurflugvelli í október á leið í ferjuflug til Spánar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Til að mæta fjarveru Maxanna hefur Icelandair leigt tvær Boeing 737-800 NG og gerir ráð fyrir að bæta þriðju leiguvélinni við. En geta flugmenn Icelandair farið beint yfir á þær eða þurfa þeir sérstaka þjálfun? „Þeir þurfa einhverja þjálfun. En við gerum ráð fyrir að okkar áhafnir séu að fljúga þessum vélum, sem er mjög gott. En það þarf einhverja þjálfun.“ Icelandair hefur í tvígang gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. „Við höfum þegar fengið ákveðinn hluta tjónsins bætt og erum áfram í viðræðum við Boeing um að fá í raun allt bætt. Og við verðum að sjá hvernig það fer. En það er okkar markmið að fá tjónið bætt frá flugvélaframleiðandanum,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10 Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Lækkun í Kauphöllinni: Icelandair segist reikna með MAX vélum í rekstur í maí Icelandair gerir nú ráð fyrir því að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar í rekstur í maí 2020. Áður hafði verið gert ráð fyrir vélunum í flugáætlun félagsins í byrjun mars. 17. desember 2019 10:10
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Boeing mun stöðva framleiðslu 737 MAX tímabundið Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári. 16. desember 2019 21:39