„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 20:30 Íslenski hesturinn þolir íslenska veturinn alla jafna vel. Getty/Ingo Gerlach Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum. Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum.
Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11