Börn geðveikra sett í ruslflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Önnu Margréti finnst ótrúlegt að samfélagið hafi ekki breyst meira frá því að hún var stúlka í sömu aðstæðum og Margrét Lillý. vísir/egill Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira