Líkir gagnrýni á Liverpool liðið í dag við fræga gagnrýni á „Hvítu plötu“ Bítlanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:00 Til vinstri John Lennon og Paul McCartney en til hægri sést þegar Jürgen Klopp tók Mohamed Salah af velli um helgina. Samsett/Getty Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira
Enskur knattspyrnuspekingur minnist „Hvítu plötu“ Bítlanna frá árinu 1968 þegar hann skrifar um topplið ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool vann enn einn nauma sigurinn um helgina. Liverpool liðið er ekki sannfærandi þessi misserin en vinnur alla leiki. Liverpool er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur náð í 40 af 42 stigum í boði fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Það er ekki hægt að gagnrýna stigasöfnun liðsins en sumir hafa áhyggjur af ekki alltof sannfærandi spilamennsku liðsins. Pistahöfundur Telegraph veltir nefnilega fyrir sér gengi Liverpool liðsins sem hefur ekki verið alltof sannfærandi þrátt fyrir þrettán sigra í fyrstu fjórtán deildarleikjum ensku úrvalsdeildarinnar og öruggt forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er eitthvað að hjá Liverpool liðinu. Að skrifa þessa setningu virðist vera alveg fáránlegt ef við lítum á þrettán sigra í fjórtán leikjum og það að Liverpool er með ellefu stiga forskot á Manchester City sem er það lið sem Liverpool óttast mest að geta komist á viðlíka sigurgöngu,“ byrjar Chris Bascombe pistil sinn í Telegraph.Perfectly imperfect Liverpool keep finding new ways to make winning run dramatic @_ChrisBascombe#LFChttps://t.co/P10xqAMGvV — Telegraph Football (@TeleFootball) December 1, 2019„Upp í hugann kemur því fræg gagnrýni í New York Times frá árinu 1968 þegar gagnrýnandi blaðsins fann að „Hvítu plötu“ Bítlanna og lýsti því yfir að þeir hefðu gert svo miklu betur á öðrum plötum sínum. Hann var þá að gagnrýna þá plötu í dag sem er að mörgum talin vera eitt mesta listræn afrek í popptónlist,“ skrifaði Chris Bascombe. Hann rifjar líka upp frægt svar John Lennon við þessari gagnrýni en þar sagðist Lennon að honum þætt leitt að gagnrýnandinn væri svona hrifinn af gamla efninu þeirra því að Bítlarnir hefðu fullorðnast: „I am sorry you like the old moptops and A Hard Day’s Night, dear, but I have grown up.“ Bascombe hefur smá samvisku þegar hann finnur að frammistöðu Liverpool að undanförnu en það fer ekkert fram hjá honum né öðrum að Liverpool leikmennirnir hafa margir verið ólíkir sjálfum sér á þessari leiktíð. Chris Bascombe heldur áfram að afsaka sig að þurfa að gagnrýna leik Liverpool liðsins. „Það þarf líklega að vera með meirapróf í dónaskap að velta því upp af hverju þeir fremstu þrír ná ekki eins vel saman og áður eða hvernig liði eins og Brighton tókst að stjórna stórum hluta leiksins á Anfield,“ skrifar Bascombe. Hann nefnir einnig til kuldaleg viðbrögð Mohamed Salah gagnvart Jürgen Klopp þegar Egyptinn var tekinn af velli eftir einn eina slöku frammistöðuna. Bascombe bendir síðan á það að sjö af þrettán sigrum Liverpool í vetur hafa verið 2-1 sigrar. Liðið hefur ekki haldið marki sínu hreinu síðan í september. „Liðið hefur verið sannkallað kameljón og dottið niður á getustig andstæðinganna hvort sem það eru Manchester City, Brighton eða Crystal Palace. Liðið hefur aðeins gert það sem þarf til að vinna,“ skrifar Chris Bascombe. Liverpool vann oft áður leiki með sannfærandi hætti þar sem liðið raðaði inn mörkum. Það hefur verið lítið um það í vetur en Chris Bascombe skrifar að sú staðreynd að Liverpool þarf ekki lengur slíka frammistöðu til þess að krækja í öll þrjú stigin ætti að gefa Jürgen Klopp tækifæri til að rifja upp frægt svar John Lennon með því að svara af sama meiði: „I am sorry you like the old 5-4 wins, dear, but Liverpool have grown up.“ eða „Mér þykir leitt að þú sé svona hrifinn af gömlu 5-4 sigrunum en Liverpool liðið hefur fullorðnast.“ Það má finna allan pistil Chris Bascombe með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sjá meira