Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 16:02 Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur leikið með Kolstad frá árinu 2022. Getty/Igor Kralj Íslendingaliðið Kolstad, stórveldi í norska handboltanum undanfarin ár, var rekið með um 75 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tapreksturinn heldur því áfram og nú getur félagið ekki lengur sótt sér stór nöfn. Frá þessu greina norskir miðlar í dag en aðalfundur félagsins er haldinn í kvöld. Hjá Kolstad eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson, bræðurnir Benedikt og Arnór Óskarssynir, og markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson. Sveinn er þó á förum til Frakklands í sumar. Kolstad hefur einnig haft í sínum hópi enn stærri nöfn og þar ber helstan að nefna Sander Sagosen sem félagið neyddist til að láta fara til Álaborgar strax í febrúar. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 5,9 milljónum norskra króna á árinu 2024, eða jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna. Það kostaði sitt fyrir Kolstad að hafa stærstu stjörnu norska handboltans, Sander Sagosen, í sínum röðum.EPA-EFE/Piotr Polak „Það er ekki gaman að vera með svona stóran mínus. Það er það ekki,“ segir Jostein Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá Kolstad. Þetta er þriðja árið í röð sem að Kolstad er rekið með tapi en árið 2023 tapaði félagið 1,7 milljón norskra króna og árið þar áður 800.000 norskum krónum. Á þremur árum hefur félagið því tapað samtals 8,4 milljónum norskra króna sem samsvarar í dag um 106 milljónum íslenskra króna. Adresseavisen fjallar um málið og segir að stærsta afleiðingin af þessum tapsrekstri sé sú að Kolstad geti núna ekki lengur sótt topplandsliðsmenn. Ekki fyrr en takist að rétta rekstur félagsins af. „Við erum mjög meðvituð um að ná sjálfbærum og heilbrigðum rekstri. Það er krefjandi að vera í þessu efnahagsástandi sem verið hefur síðustu árin, og þá verðum við að setja fjármálin í forgang næstu árin,“ sagði Sivertsen. Norski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Frá þessu greina norskir miðlar í dag en aðalfundur félagsins er haldinn í kvöld. Hjá Kolstad eru Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson, bræðurnir Benedikt og Arnór Óskarssynir, og markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson. Sveinn er þó á förum til Frakklands í sumar. Kolstad hefur einnig haft í sínum hópi enn stærri nöfn og þar ber helstan að nefna Sander Sagosen sem félagið neyddist til að láta fara til Álaborgar strax í febrúar. Það kemur ekki á óvart í ljósi þess að félagið tapaði 5,9 milljónum norskra króna á árinu 2024, eða jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna. Það kostaði sitt fyrir Kolstad að hafa stærstu stjörnu norska handboltans, Sander Sagosen, í sínum röðum.EPA-EFE/Piotr Polak „Það er ekki gaman að vera með svona stóran mínus. Það er það ekki,“ segir Jostein Sivertsen, framkvæmdastjóri hjá Kolstad. Þetta er þriðja árið í röð sem að Kolstad er rekið með tapi en árið 2023 tapaði félagið 1,7 milljón norskra króna og árið þar áður 800.000 norskum krónum. Á þremur árum hefur félagið því tapað samtals 8,4 milljónum norskra króna sem samsvarar í dag um 106 milljónum íslenskra króna. Adresseavisen fjallar um málið og segir að stærsta afleiðingin af þessum tapsrekstri sé sú að Kolstad geti núna ekki lengur sótt topplandsliðsmenn. Ekki fyrr en takist að rétta rekstur félagsins af. „Við erum mjög meðvituð um að ná sjálfbærum og heilbrigðum rekstri. Það er krefjandi að vera í þessu efnahagsástandi sem verið hefur síðustu árin, og þá verðum við að setja fjármálin í forgang næstu árin,“ sagði Sivertsen.
Norski handboltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni