Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa bitið lögreglumann á bráðamóttöku Landspítalands í Fossvogi á síðasta ári.
Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið lögreglumanninn, sem var við skyldustörf, í vinstri upphandlegg. Hlaut lögreglumaðurinn mar á upphandlegginn.
Hinn ákærði mætti ekki við fyrirtöku málsins og var dæmt í málinu að honum fjarstöddum. Þótti sannað að maðurinn hafi bitið lögreglumanninn. Þar sem maðurinn á þónokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2006, þar á meðal fyrir líkamsárás, fíkniefnalagabrot og auðgunarbrot.
Var hæfileg refsing því ákveðin óskilorðsbundið sextíu daga fangelsi auk þess sem maðurinn þarf að greiða þóknun verjanda síns og annan sakarkostnað.
Beit lögreglumann á bráðamóttökunni
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
