Buguð móðir dæmd fyrir „yfirgengilega háttsemi“ gagnvart ungu barni sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 13:05 Lögreglunni barst tilkynning um framkomu móður við barn sitt. Lögreglan lét barnaverndaryfirvöld vita sem mættu á svæðið. Vísir/Vilhelm Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða. Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða.
Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira