Mikilvægi tungumála í atvinnulífinu Birna Arnbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:00 Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun