Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:48 Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, eftir þingflokksfund Jafnaðarmannaflokksins fyrr í dag. epa Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53