Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 21:59 Duncan Hunter mætti fyrir dómara í dag og játaði að hafa misnotað kosningasjóði sína. AP/Gregory Bull Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars. Bandaríkin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars.
Bandaríkin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira