Jóhann Eyfells er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 07:38 Jóhann Eyfells lést í Texas í gær. Skjáskot úr An Afternoon with Jóhann Eyfells Myndhöggvarinn Jóhann Eyfells er látinn, 96 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimili í Fredericksburg í Texas í Bandaríkjunum í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Á vef Listasafns Reykjavíkur kemur fram að Jóhann hafi fyrst lagt stund á arkitektúr og útskrifast af því sviði árið 1953. Ellefu árum síðar hafi hann útskrifast með meistaragráðu í myndlist. „Árið 1969 var hann ráðinn sem prófessor í skúlptúr við University of Central Florida. Hann hefur æ síðan verið búsettur í Bandaríkjunum, lengst af í Florída. Jóhann hefur notið umtalsverðrar virðingar fyrir verk sín og vinnubrögð. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1993 ásamt Hreini Friðfinnssyni. Hann byrjaði snemma á sjötta áratugnum að skapa abstrakt skúlptúra sem byggðust á tilraunum í eðlis- og efnafræði og sérstaklega umbreytingu málma við steypu. Tilraunir leiddu Jóhann að stíl sem hann kallar „receptúalisma“ en þar renna að hans sögn þrjú kerfi í eitt: Vísindi, heimspeki og dulhyggja.“Íslandsvarðan sem stendur við Sæbraut í Reykjavík.Listasafn ReykjavíkurJóhann kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Halldórsdóttur myndlistarmanni, á Kaliforníuárunum, en Kristín lést árið 2002. Á sjöunda áratugnum voru hjónin mjög áberandi í íslensku listalífi. Meðal listaverka Jóhanns er bronsverkið Íslandsvarðan sem stendur við Sæbraut í Reykjavík. Sonur Jóhanns og Auðar Halldórsdóttur er Ingólfur Eyfells, fæddur 1945, verkfræðingur í Garðabæ. Andlát Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Myndhöggvarinn Jóhann Eyfells er látinn, 96 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimili í Fredericksburg í Texas í Bandaríkjunum í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Á vef Listasafns Reykjavíkur kemur fram að Jóhann hafi fyrst lagt stund á arkitektúr og útskrifast af því sviði árið 1953. Ellefu árum síðar hafi hann útskrifast með meistaragráðu í myndlist. „Árið 1969 var hann ráðinn sem prófessor í skúlptúr við University of Central Florida. Hann hefur æ síðan verið búsettur í Bandaríkjunum, lengst af í Florída. Jóhann hefur notið umtalsverðrar virðingar fyrir verk sín og vinnubrögð. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1993 ásamt Hreini Friðfinnssyni. Hann byrjaði snemma á sjötta áratugnum að skapa abstrakt skúlptúra sem byggðust á tilraunum í eðlis- og efnafræði og sérstaklega umbreytingu málma við steypu. Tilraunir leiddu Jóhann að stíl sem hann kallar „receptúalisma“ en þar renna að hans sögn þrjú kerfi í eitt: Vísindi, heimspeki og dulhyggja.“Íslandsvarðan sem stendur við Sæbraut í Reykjavík.Listasafn ReykjavíkurJóhann kynntist eiginkonu sinni, Kristínu Halldórsdóttur myndlistarmanni, á Kaliforníuárunum, en Kristín lést árið 2002. Á sjöunda áratugnum voru hjónin mjög áberandi í íslensku listalífi. Meðal listaverka Jóhanns er bronsverkið Íslandsvarðan sem stendur við Sæbraut í Reykjavík. Sonur Jóhanns og Auðar Halldórsdóttur er Ingólfur Eyfells, fæddur 1945, verkfræðingur í Garðabæ.
Andlát Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira