Að spila lottó með sannleikann Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórnvöld hafa frá upphafi verið varkár gagnvart sjókvíaeldinu. Laxeldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndum við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. 1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. 2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórnvöld hafa frá upphafi verið varkár gagnvart sjókvíaeldinu. Laxeldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndum við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. 1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. 2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun