Að spila lottó með sannleikann Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórnvöld hafa frá upphafi verið varkár gagnvart sjókvíaeldinu. Laxeldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndum við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. 1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. 2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Landssamband veiðifélaga berst gegn uppbyggingu á laxeldi í sjó. Erlendir auðkýfingar hafa keypt laxveiðréttindi og jarðir hér á landi og vinna leynt og ljóst gegn atvinnuuppbyggingunni. Stjórnvöld hafa frá upphafi verið varkár gagnvart sjókvíaeldinu. Laxeldið er aðeins leyft á afmörkuðum svæðum, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Annars staðar er það bannað. Það er gert til að vernda innlenda laxastofna fyrir mögulegri blöndum við eldisstofninn, sem er upprunalega norskur. Uppbygging sjókvíaeldisins hefur að öllu leyti fylgt þessum ráðstöfunum. Efnahagslegar stærðir skipta máli. Útflutningsverðmæti eldislax frá Vestfjörðum fer hratt vaxandi og getur orðið 70 milljarðar króna á ári innan fárra ára. Nokkur svæði hafa ekki enn verið burðarþolsmetin og framleiðslugeta á Vestfjörðum gæti því orðið enn meiri og farið yfir 100 milljarða króna. Það eru svipuð verðmæti fyrir þjóðarbúið og allar tekjur af þorskveiðum, mikilvægasta fiskistofni landsmanna. Laxveiði í vestfirskum ám er lítil og tekjur óverulegar. Enda er það ástæða þess að laxeldið var leyft á Vestfjörðum. Tekjur af allri stangveiði í landinu er aðeins 4,9 milljarðar króna á ári. Það er því ólíku saman að jafna framlagi þessara tveggja atvinnugreina til lífskjara íslensku þjóðarinnar. Nái landssamband veiðifélaga markmiði sínu og kæfi í fæðingu laxeldi á Íslandi verða afleiðingarnar alvarlegar og almenningur fer á mis við mjög bætt lífskjör á næstu árum. Fyrir Vestfirðinga yrði slík niðurstaða reiðarslag. Eftir tuttugu ára stöðuga afturför í fjórðungnum hefur laxeldið veitt viðspyrnu, fólki hefur fjölgað lítillega og fyrirsjáanlegur vöxtur laxeldisfyrirtækjanna á næstu árum mun valda straumhvörfum í efnahags- og byggðaþróun á Vestfjörðum. Rökin gegn laxeldinu eru veik. Umhverfismengun er lítil. Kolefnisspor er lágt. Hvergi á Íslandi hafa laxastofnar spillst eða eyðilagst vegna blöndunar við eldislax. Þrátt fyrir langvarandi markvissa blöndun innlendra stofna í fjölmörgum laxveiðiám um langt árabil á vegum veiðiréttarhafa er ekki talin ástæða til að hafa áhyggjur af varanlegri erfðablöndun. Jón Helgi Björnsson, formaður landssambands veiðifélaga skrifaði grein í Fréttablaðið fyrir réttri viku gegn laxeldinu með fyrirsögninni að spila lottó með náttúruna. Þar eru fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemd við. 1. Jón Helgi segir að greinst hafi erfðamengun í villtum laxastofnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þarna á hann væntanlega við Botnsá í Tálknafirði og Sunndalsá í Trostansfirði. Þarna er verulega ofmælt. Í hvorugri ánni er til sjálfstæður nytjastofn laxa og ekki til tölur um neina laxveiði. Stofnum sem eru ekki til verður ekki spillt. Rannsókn Hafrannsóknarstofnunar byggist auk þess á fáum fiskum og stofnunin segir aðeins að í fiskunum séu skýrar vísbendingar um erfðablöndun. Ein mæling á fáum fiskum uppfyllir ekki vísindalegar kröfur um víðtækar ályktanir. Blöndun milli eldisfiska og villtra á sér stað en til þess að áhrifin leiði til varanlegra breytinga þarf hún að vera mjög víðtæk og langvarandi. Annars ganga áhrifin til baka tiltölulega fljótt fyrir tilstilli náttúruvalsins. 2. Þá er því haldið fram að tilkynnt hafi verið um tvær slysasleppingar á frjóum lax á árinu. Ekki finnast upplýsingar um þetta. Hins vegar var tilkynnt tvisvar um gat á neti í kví. Það er tvennt ólíkt. Matvælastofnun tilkynnti í báðum tilvikum eftir athugun að enginn lax hefði veiðst. Það er því ekki vitað til þess að lax hafi sloppið. Jón Helgi Björnsson vísar til laxeldis í Noregi og setur fram fullyrðingar um laxeldið þar. Þar er ólíku saman að jafna. Norskt laxeldi er um 100 sinnum umfangsmeira og staðsetning eldiskvía þar er víða nálægt gjöfulum laxveiðiám. Því er mun meiri hætta á varanlegri erfðablöndun í Noregi en á Íslandi. Laxeldið er bannað á Íslandi nálægt öllum helstu laxveiðiám landsins. Á Vestfjörðum er nánast engin laxveiði. Það er ekki hægt að draga ályktanir af stöðu í Noregi og færa þær óbreyttar yfir á Ísland. Það er óvenjulegt að málflutningur fyrir hönd landssamtaka sé jafn óvandaður og þessi grein. Það er mikið lottó að spila svona frjálslega með sannleikann. Í því lottói eru fáir sem geta unnið en þjóðin getur tapað miklu. Stefna landssamtaka veiðifélaga er andstæð staðreyndum. Forystumenn samtakanna eiga frekar að breyta áherslum sínum en að ástunda rangan og skaðlegan málflutning.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar