Fjórir sigrar í fjórum leikjum hjá Þóri og norsku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 13:00 Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu. Getty/Baptiste Fernandez/ Það gengur vel hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið er með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina á HM. Noregur vann fjórða leikinn sinn í röð þegar liðið mætti Angóla í dag og tryggði sér um leið endanlega sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta í Japan. Noregur, Holland og Svíþjóð bættust í hóp þeirra þjóða sem eru komnar áfram. Noregur vann sex marka sigur á Angóla, 30-24, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Angóla gerði góða hluti á móti norsku stelpunum í dag og það munaði aðeins einu marki á liðunum um miðjan seinni hálfleik. Norska liðið kláraði leikinn hins vegar með góðum endaspretti. Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu með sex mörk en síðan komu sex leikmenn með þrjú mörk eða þær Heidi Loke, Stine Bredal Oftedal, Kari Brattset, Marit Rosberg Jacobsen, Sanna Solberg og Marta Tomac. Það er ljóst að Þórir er með liðið sitt í góðu formi. Í síðustu þremur leikjum hafa norsku stelpurnar unnið fyrri hálfleikina með samtals 3 mörkum en seinni hálfleikina aftur á móti með 22 mörkum. Hollensku stelpurnar hafa heldur betur komið sér í gírinn eftir tapið óvænta á móti Slóveníu í fyrsta leik. Hollenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlinum með þriðja stórsigrinum í röð en nú vann liðið þrettán marka sigur á Serbíu. Holland varð fyrsta liðið úr A-riðli til að tryggja sér sæti í milliriðli en eftir sigur Slóvena á Kúbu er ljóst að Serbía og Slóvenía spila hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Rússland hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna tíu marka sigur á heimastúlkum í Japan, 33-23. Rússnesku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Sænsku stelpurnar eru líka með fullt hús eftir sjö marka sigur á Argentínu, 30-23, en með honum tryggði sænska liðið sér endanlega sæti í milliriðli. Japan á enn möguleika að að komast áfram og nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Kína.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Slóvenía 26-39 Serbía - Holland 23-36 Noregur - Angóla 30-24Stig liðanna: Noregur 8, Holland 6, Serbía 4, Slóvenía 4, Angóla 2, Kúba 0.D-riðill Austur Kongó - Kína 25-24 Japan - Rússland 23-33 Svíþjóð - Argentína 30-23Stig liðanna: Rússland 8, Svíþjóð, Japan 4, Argentína 2, Austur Kongó 2, Kína 0. Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira
Það gengur vel hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar en liðið er með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina á HM. Noregur vann fjórða leikinn sinn í röð þegar liðið mætti Angóla í dag og tryggði sér um leið endanlega sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta í Japan. Noregur, Holland og Svíþjóð bættust í hóp þeirra þjóða sem eru komnar áfram. Noregur vann sex marka sigur á Angóla, 30-24, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Angóla gerði góða hluti á móti norsku stelpunum í dag og það munaði aðeins einu marki á liðunum um miðjan seinni hálfleik. Norska liðið kláraði leikinn hins vegar með góðum endaspretti. Emilie Hegh Arntzen var markhæst í norska liðinu með sex mörk en síðan komu sex leikmenn með þrjú mörk eða þær Heidi Loke, Stine Bredal Oftedal, Kari Brattset, Marit Rosberg Jacobsen, Sanna Solberg og Marta Tomac. Það er ljóst að Þórir er með liðið sitt í góðu formi. Í síðustu þremur leikjum hafa norsku stelpurnar unnið fyrri hálfleikina með samtals 3 mörkum en seinni hálfleikina aftur á móti með 22 mörkum. Hollensku stelpurnar hafa heldur betur komið sér í gírinn eftir tapið óvænta á móti Slóveníu í fyrsta leik. Hollenska liðið tryggði sér sæti í milliriðlinum með þriðja stórsigrinum í röð en nú vann liðið þrettán marka sigur á Serbíu. Holland varð fyrsta liðið úr A-riðli til að tryggja sér sæti í milliriðli en eftir sigur Slóvena á Kúbu er ljóst að Serbía og Slóvenía spila hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Rússland hélt sigurgöngu sinni áfram með því að vinna tíu marka sigur á heimastúlkum í Japan, 33-23. Rússnesku stelpurnar hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Sænsku stelpurnar eru líka með fullt hús eftir sjö marka sigur á Argentínu, 30-23, en með honum tryggði sænska liðið sér endanlega sæti í milliriðli. Japan á enn möguleika að að komast áfram og nægir jafntefli í lokaleiknum á móti Kína.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Slóvenía 26-39 Serbía - Holland 23-36 Noregur - Angóla 30-24Stig liðanna: Noregur 8, Holland 6, Serbía 4, Slóvenía 4, Angóla 2, Kúba 0.D-riðill Austur Kongó - Kína 25-24 Japan - Rússland 23-33 Svíþjóð - Argentína 30-23Stig liðanna: Rússland 8, Svíþjóð, Japan 4, Argentína 2, Austur Kongó 2, Kína 0.
Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Sjá meira