„Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. maí 2025 22:18 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld. Fram sigraði Val með einu marki í kvöld, 27-28, og sópaði Val þar með 3-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Við erum búnir að spila núna með bikarkeppninni 12 til 13 úrslitaleiki í vetur og við erum búnir að tapa einum. Við erum bara drullu góðir og kórónum það hérna í kvöld,“ sagði Einar um gengi liðsins á tímabilinu. „Að sjálfsögðu sá maður þetta ekki fyrir. Valur er með frábært lið, frábært félag, með besta þjálfarann á Íslandi. Söknuður af honum úr deildinni. Við höfðum þetta allavegana í þremur leikjum. Það eitt og sér er stórkostlegur árangur líka.“ Einar Jónsson talaði um það opinberlega fyrir tímabilið að Fram ætlaði að verða Íslandsmeistari. Sú er raunin í dag og er liðið tvöfaldur meistari þetta tímabilið. Karlalið Fram hefur aldrei áður orðið tvöfaldur meistari. Einar lofaði því ekkert upp í ermina á sér og stóð við stóru orðin og gott betur. „Þetta er búið að vera löng vegferð ekki bara núna í eitt ár. Við ákváðum eftir tímabilið í fyrra að við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil. Þetta er auðvitað búið að taka lengri tíma. Þetta er fullt af kornungum strákum sem eru búnir að vera æfa eins og rottur í langan tíma og eru að uppskera núna. Bara geggjað að fá að vera þátttakandi í þessu. Umgjörðin, allt þetta fólk sem er að starfa í kringum liðið, sjálfboðaliðar og stjórn og allir þeir sem að þessu koma. Það fólk og leikmennirnir eiga stærstan þátt í þessu.“ Klukkan er gleði hjá Fram. „Við ætlum að taka hrikalega gott partý í kvöld og kannski eitthvað næstu daga.“ Einar er þó strax kominn með hugan við næsta tímabil. Hann er að missa tvo máttarstólpa úr liðinu, þá Tryggva Garðar Jónsson og Reynir Þór Stefánsson. Reynir Þór var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum í kvöld. Einar ætlar sér þó að viðhalda þeim standard sem Fram sýndi á þessu tímabili. „Auðvitað erum við að missa menn eins og Reyni og Tryggva. Þannig að við erum að missa alveg hrikalega stóra pósta. Við erum samt með hrikalega marga unga og efnilega leikmenn, en ef við ætlum hins vegar að reyna að halda þessum standard sem við sýndum í vetur þá þurfum við að styrkja okkur með minnsta kosti einum til tveimur alvöru leikmönnum. Þeir sem vilja eru velkomnir í Lamhagahöllina,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira