Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. Alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst í gróðureldunum í Ástralíu síðan í október.
Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga.
Talsmenn ástralskra yfirvalda segja 95 elda nú geisa og hefur ekki tekist að hefta útbreiðslu um helmings þeirra. Alls eru um 2.200 slökkviliðsmenn að kljást við eldana að svo stöddu.