Tvö heimilisofbeldismál á dag á borð lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2019 10:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Stöð 2 Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira
Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Sjá meira