Tvö heimilisofbeldismál á dag á borð lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2019 10:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Stöð 2 Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira