Viðurkennir ekki ósigur í Namibíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2019 08:58 Panduleni Itula viðurkennir ekki ósigur. AP/Sonja Smith Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45
Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26
Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44