Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 07:45 Meirihlutinn í Hafnarfirði var gagnrýndur fyrir að hækka ekki útsvar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira