Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Kristinn Haukur Guðnarson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Formaður Sjómannasambandsins segir aukna hörku í samskiptunum við útgerðarmenn. Fréttablaðið/Vilhelm Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira