Sá fram á að fá minni spiltíma hjá Leipzig innan tíðar Hjörvar Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Viggó er kominn til Wetzlar. vísir/getty Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira