Flóttamenn æfa fótbolta hjá Þrótti: „Viljum vera opið og mannlegt félag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Í fyrrakvöld voru fjölmargir flóttamenn á æfingu hjá SR. mynd/þróttur Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“ Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“
Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira