Lýðræðissinnar unnu stórsigur í Hong Kong Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 23:30 Mikil gleði braust út þegar fyrstu niðurstöður bárust. AP/Kin Cheung Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Lýðræðissinnar í Hong Kong unnu stórsigur í héraðsstjórnarkosningum þar í dag að sögn staðarblaða. Fylla þurfti 452 sæti í héraðsstjórninni. Þegar þetta er skrifað höfðu lýðræðissinnar unnið 201 sæti af þeim 241 þar sem niðurstöður lágu fyrir. Þeir sem eru hliðhollir yfirvöldum í Peking höfðu náð aðeins 28 sætum. Því er ljóst að töluverð breyting verður á skipan héraðsstjórnarinnar því að fyrir kosningarnar var meirihluti héraðsstjórnarmanna hliðhollur yfirvöldum í Peking.Metfjöldi greiddi atkvæði í kosningunum. Talið er að kjörsókn hafi verið 71 prósent sem þýðir að um 2,9 milljónir greiddu atvæði í kosningunum. Aðeins 47 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði í síðustu héraðsstjórnarkosningum sem haldnar voru árið 2015. Litið hefur verið á kosningarnar sem prófstein á stuðning við Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Mótmælendur sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum vonuðust til þess að senda kínverskum stjórnvöldum skýr skilaboð nú þegar mótmæli hafa staðið yfir í um fimm mánuði í Hong Kong.Langar raðir mynduðust við kjörstaði strax í morgun en óttast hefur verið að kjörstöðum kynni að verða lokað ef átök myndu brjótast út. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu hvatt mótmælendur til að halda friðinn á kjördag til að koma í veg fyrir það, en kosningarnar virðast farið friðsamlega fram að því er BBC greinir frá.Héraðsstjórnin hefur aðallega stjórn á hversdagslegum málum á borð við almenningssamgöngur og sorpmál. Héraðsstjórnarmenn hafa þó einhver ítök þegar kemur að því að velja æðsta stjórnanda Hong Kong.Lam, sem gegnir því embætti, greiddi atkvæði í kosningunum og hét hún því að hún myndi hlusta betur á héraðsstjórnarmenn.Fréttaritari BBC í Hong Kong segir að enginn hafi getað gert sér í hugarlund að lýðræðissinnar myndu vinna svo mikinn stórsigur í kosningunum, ljóst sé að þrýstingur á Lam um að hlustað verði á kröfur mótmælanda muni aukast vegna úrslita kosninganna.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00 Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15 Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04 Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Segja Bandaríkjamönnum að skipta sér ekki af Hong Kong Kínverjar hafa skilgreint alla gagnrýni á ástandið í Hong Kong og meðhöndlun yfirvalda á mótmælendum sem skammarverð afskipti af innanríkismálum Kína. 20. nóvember 2019 11:00
Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga. 18. nóvember 2019 20:15
Metfjöldi hefur greitt atkvæði í kosningunum í Hong Kong Metfjöldi hefur þegar greitt atkvæði í kosningum til héraðsstjórnar sem fara fram í Hong Kong í dag. Um hádegi að staðartíma í dag höfðu þegar fleiri greitt atkvæði en í síðustu kosningum 2015. 24. nóvember 2019 10:04
Grímubann í Hong Kong brýtur gegn stjórnarskrá Æðsti dómstóllinn í Hong Kong hefur dæmt að grímubannið sem stjórnvöld í sjálfstjórnarhéraðinu komu á í síðasta mánuði brjóti í bága við stjórnarskrá svæðisins. 18. nóvember 2019 13:11