Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 11:50 Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir endurskoðun á barnaverndarkerfinu vera í fullum gangi. Fréttablaðið/Anton Brink Í Kompás gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi móður sinnar. Nefndin hafi verið full meðvituð um aðstæðurnar. Stúlkan segir klíkuskap hafa haft áhrif, allir þekki fjölskylduna á Seltjarnarnsei og að amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé heppilegt fyrirkomulag og við á Barnaverndarstofu höfum lengi gert það. Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða.Þarf færri, stærri og öflugri nefndir Í félagsmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að endurskoða barnaverndarkerfið. Heiða bendir á að mikilvægt sé að stækka barnaverndarumdæmin. „Í dag eru 27 barnaverndarnefndir og það þurfa ekki að vera nema 1500 íbúar bakvið hverja nefnd sem er ekki há tala. Þannig að maður sér fyrir sér færri umdæmi, stærri og öflugri. Einnig að jafnvel þeir sem taka þyngstu ákvarðanirnar séu ekki pólitískt skipaðir heldur í fullri vinnu hjá nefndinni.“ Heiða bendir á að barnaverndarkerfið hér á landi sé byggt á norskri fyrirmynd. „Þar voru pólitískt skipaðar nefndir en það er áratugur síðan þær voru lagðar af. Nú eru þau ekki með pólitískst skipaðar nefndir sem taka ákvarðanir í barnaverndarmálum.“Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Í Kompás gagnrýnir 17 ára stúlka barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi móður sinnar. Nefndin hafi verið full meðvituð um aðstæðurnar. Stúlkan segir klíkuskap hafa haft áhrif, allir þekki fjölskylduna á Seltjarnarnsei og að amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Málið er til rannsóknar hjá Barnaverndarstofu sem hefur eftirlit með störfum barnaverndarnefnda. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir lengi hafa verið vangaveltur um hvort það henti að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé heppilegt fyrirkomulag og við á Barnaverndarstofu höfum lengi gert það. Þetta er með flóknari málum sem hægt er að taka ákvarðanir um og þá er kannski frekar sérstakt að það séu pólitískt skipaðir einstaklingar sem eru í fullri vinnu annars staðar sem taki þyngstu ákvarðanirnar í barnaverndarmálum,“ segir Heiða.Þarf færri, stærri og öflugri nefndir Í félagsmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að endurskoða barnaverndarkerfið. Heiða bendir á að mikilvægt sé að stækka barnaverndarumdæmin. „Í dag eru 27 barnaverndarnefndir og það þurfa ekki að vera nema 1500 íbúar bakvið hverja nefnd sem er ekki há tala. Þannig að maður sér fyrir sér færri umdæmi, stærri og öflugri. Einnig að jafnvel þeir sem taka þyngstu ákvarðanirnar séu ekki pólitískt skipaðir heldur í fullri vinnu hjá nefndinni.“ Heiða bendir á að barnaverndarkerfið hér á landi sé byggt á norskri fyrirmynd. „Þar voru pólitískt skipaðar nefndir en það er áratugur síðan þær voru lagðar af. Nú eru þau ekki með pólitískst skipaðar nefndir sem taka ákvarðanir í barnaverndarmálum.“Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00