Rúmlega 93 milljónir sem hverfa til Lúxemborgar Björn Scheving Thorsteinsson skrifar 26. nóvember 2019 09:00 Sæll Þórður Már, Þann 24. oktober sl. mættir þú sem vitni fyrir héraðsdóm Reykjavikur til að svara spurningum okkar, m.a. um fjórar millifærslur upp á samtals 1600 milljónir króna af bankareikning fjárfestingarfélagsins Gnúps hf. þann 24. oktober 2006. Sem forstjóri félagsins og prókúruhafi gastu ekki útskýrt þessar millifærslur og það sama sagði persónulegur endurskoðandi þinn, Helgi Arnarson hjá KPMG, sem svo óheppilega vildi til að var einnig endurskoðandi Gnúps hf. Hann gat ekki heldur útskýrt þessar millifærslur. Í vitnastúku fyrir héraðsdómi sagðir þú dómaranum að þú hafir alla tíð sl. áratug verið tilbúinn að hitta okkur og fara yfir málefni Gnúps. Það er ljóst að eitthvað hefur þú farið mannavillt hvað þetta varðar, Þórður minn, þar sem við feðgar höfum ítrekað reynt að ná af þér tali sl. ár en þú ávallt neitað að tala við okkur. Við fögnuðum samt þessari yfirlýsingu þinni fyrir dómi um daginn og sendum því þrjár fyrirspurnir á þig og lögmann þinn sl. vikur, óskandi eftir fundum eða símtali til að fara yfir málefni Gnúps enda fjöldi mála sem enn þarfnast skýringar. Engin svör hafa borist frá þér eða lögmanni þínum. Sjá einnig: Eignir þriggja kynslóða fuðruðu uppVið höfum einnig reynt að fá svör frá félaga þínum og persónulega endurskoðanda, Helga Arnarsyni KPMG, en eins og þú manst réðstu hann til að vera endurskoðanda Gnúps, án árangurs. KPMG svarar engu.Við reynum því núna gegnum fjölmiðla og vonumst núna til að þú sjáir þér fært að svara okkur, ekki síst vegna þessa að þú sagðir dómaranum um daginn að þú hafir alla tíð verið tilbúinn að ræða við okkur. Þú þekkir þetta mál Þórður minn, enda við ítrekað leitað svara hjá þér það sem af er ári: Þann 16. nóvember 2006 millifærir viðskiptastjóri okkar félaga innan Glitnis, Birkir Kristinsson, skv. fyrirskipun þess efnis, Exista hlutabréf að verðmæti rúmlega 90 milljónir króna af reikningum okkar eignahaldsfélaga yfir á kennitölu Gnúps. Við fáum ekki greitt fyrir þessi hlutabréf og bókhald okkar geymir engar skýringar. Þessi verðmæti einfaldlega „hverfa”. Sama dag, 16. nóvember 2006, kemur sami fjöldi Existabréfa (rúmlega 90 milljónir króna) inná einkareikning eins stjórnenda Gnúps hf í Lúxemborg. Sem forstjóri Gnúps og prókúruhafi félagsins, er ljóst að þú veist allt um þetta mál. Þvi væri ég þakklátur fyrir svör frá þér: 1. Af hverju fá félög okkar ekki greitt frá Gnúp fyrir þessi Exista hlutabréf (rúmlega 90 milljóna króna virði) sem eru millifærð af okkar reikningum til Gnúps hf, þann 16. nóvember 2006 ? 2. Af hverju er Gnúpur að millifæra þessi sömu hlutabréf inná einkareikning eins stjórnanda Gnúps hf. í Lúxemborg þennan sama dag, 16. nóvember 2006? Hvernig er þetta bókfært í bókhaldi Gnúps? Með fyrirfram þakklæti um skjót svör. Höfundur ritar f.h. stjórnar Lyfjablóms hf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Tengdar fréttir Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Sæll Þórður Már, Þann 24. oktober sl. mættir þú sem vitni fyrir héraðsdóm Reykjavikur til að svara spurningum okkar, m.a. um fjórar millifærslur upp á samtals 1600 milljónir króna af bankareikning fjárfestingarfélagsins Gnúps hf. þann 24. oktober 2006. Sem forstjóri félagsins og prókúruhafi gastu ekki útskýrt þessar millifærslur og það sama sagði persónulegur endurskoðandi þinn, Helgi Arnarson hjá KPMG, sem svo óheppilega vildi til að var einnig endurskoðandi Gnúps hf. Hann gat ekki heldur útskýrt þessar millifærslur. Í vitnastúku fyrir héraðsdómi sagðir þú dómaranum að þú hafir alla tíð sl. áratug verið tilbúinn að hitta okkur og fara yfir málefni Gnúps. Það er ljóst að eitthvað hefur þú farið mannavillt hvað þetta varðar, Þórður minn, þar sem við feðgar höfum ítrekað reynt að ná af þér tali sl. ár en þú ávallt neitað að tala við okkur. Við fögnuðum samt þessari yfirlýsingu þinni fyrir dómi um daginn og sendum því þrjár fyrirspurnir á þig og lögmann þinn sl. vikur, óskandi eftir fundum eða símtali til að fara yfir málefni Gnúps enda fjöldi mála sem enn þarfnast skýringar. Engin svör hafa borist frá þér eða lögmanni þínum. Sjá einnig: Eignir þriggja kynslóða fuðruðu uppVið höfum einnig reynt að fá svör frá félaga þínum og persónulega endurskoðanda, Helga Arnarsyni KPMG, en eins og þú manst réðstu hann til að vera endurskoðanda Gnúps, án árangurs. KPMG svarar engu.Við reynum því núna gegnum fjölmiðla og vonumst núna til að þú sjáir þér fært að svara okkur, ekki síst vegna þessa að þú sagðir dómaranum um daginn að þú hafir alla tíð verið tilbúinn að ræða við okkur. Þú þekkir þetta mál Þórður minn, enda við ítrekað leitað svara hjá þér það sem af er ári: Þann 16. nóvember 2006 millifærir viðskiptastjóri okkar félaga innan Glitnis, Birkir Kristinsson, skv. fyrirskipun þess efnis, Exista hlutabréf að verðmæti rúmlega 90 milljónir króna af reikningum okkar eignahaldsfélaga yfir á kennitölu Gnúps. Við fáum ekki greitt fyrir þessi hlutabréf og bókhald okkar geymir engar skýringar. Þessi verðmæti einfaldlega „hverfa”. Sama dag, 16. nóvember 2006, kemur sami fjöldi Existabréfa (rúmlega 90 milljónir króna) inná einkareikning eins stjórnenda Gnúps hf í Lúxemborg. Sem forstjóri Gnúps og prókúruhafi félagsins, er ljóst að þú veist allt um þetta mál. Þvi væri ég þakklátur fyrir svör frá þér: 1. Af hverju fá félög okkar ekki greitt frá Gnúp fyrir þessi Exista hlutabréf (rúmlega 90 milljóna króna virði) sem eru millifærð af okkar reikningum til Gnúps hf, þann 16. nóvember 2006 ? 2. Af hverju er Gnúpur að millifæra þessi sömu hlutabréf inná einkareikning eins stjórnanda Gnúps hf. í Lúxemborg þennan sama dag, 16. nóvember 2006? Hvernig er þetta bókfært í bókhaldi Gnúps? Með fyrirfram þakklæti um skjót svör. Höfundur ritar f.h. stjórnar Lyfjablóms hf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.)
Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar