Bjarni rauk af þingfundi í fússi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2019 16:32 Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu og létu að liggja að Bjarni færi á skjön með því að fjármagna rannsókn Samherjamálsins með varasjóði en ekki að frá því yrði gengið á fjárlögum að eftirlitsstofnanirnar fengju auknar fjárveitingar. visir/jakob „Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Meiri þvælan sem kemur fram í umræðunni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á þinginu nú fyrir skömmu. Hann krafðist þess að forseti þingsins vítti þingmenn vegna málflutnings þeirra sem hann túlkaði sem svo að verið væri að saka hann um brot á lögum um opinber fjármál. Og rauk við svo búið úr þingsal. Ljóst var að honum rann í skap.Klippa: Bjarni ósáttur með forseta þingsinsVændur um að fara á svig við lög um opinber fjármál Þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar sóttu hart að Bjarna á þinginu núna, í dagskráliðnum Fundarstjórn forseta sem tók við af óundirbúnum fyrirspurnum. En þar hafði Ágúst Ólafur Ágústson gefið það til kynna að fjármálaráðherra væri að svipta þingið fjárveitingarvaldi sínu með því að mæta óskum frá þeim stofnunum sem koma að rannsókn Samherjamálsins, héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóra, um aukið fjármagn með því að fara í svokallaða varasjóði. Bjarni sagði ítrekað að þessum óskum um aukið fjármagn yrði mætt.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin var meðal þeirra þingmanna sem sóttu að fjármálaráðherra á þinginu nú fyrir stundu.Vísir/Baldur HrafnkellÁgúst Ólafur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, ef undan eru skyldir þingmenn Miðflokksins, vísuðu til þess að tillaga þeirra í umræðum um fjárlög um aukið fjármagn til eftirlitsstofnana hafi verið fellt. Vísað var til laga um varasjóði, að þá mætti nota ef mæta þyrfti ófyrirséðum útlátum. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Algerlega væri fyrirsjáanlegt að stofnanirnar, sem þegar sæju ekki út úr augum, þyrftu aukið fjármagn til að rannsaka Samherjamálið. Þetta væri hægt að taka upp á morgun þegar 3. umræða um fjárlög verði tekin fyrir.Bjarna rennur í skap og krefst þess að forseti víti þingmenn Bjarni tók þessu afar óstinnt upp enda er undirtextinn sá að Bjarni vilji ekki gera mikið úr þessari rannsókn. „Ég vísa öllum þessum orðum um rangtúlkun á lögunum til föðurhúsanna.“ Hann sakaði Samfylkinguna jafnframt um pólitíska tækifærismennsku og krafðist þess að forsetinn þingsins vítti þingmenn vegna ásakana um lögbrot en í sæti forseta sat Guðjón S. Brjánsson Samfylkingunni. Nokkrir þingmenn komu í pontu og töldu Bjarna hafa með þessu veist með ómaklegum hætti að forseta. Björn Leví Gunnarsson Pírötum var einn þeirra þingmanna sem gerði sér mat úr orðum Bjarna með að hann teldi sig sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Og sagðist þá bara vilja kvitta undir það. Við það reis Bjarni úr sæti sínu, hreytti ókvæðisorðum í átt að forseta, spurði hann hverskonar fundarstjórn þetta væri, og fór við svo búið úr salnum. Þegar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, fór í pontu til að árétta erindi stjórnarandstöðunnar um að eftirlitsstofnanir yrðu styrktar til að mæta þessu verkefni urðu hróp og köll í þingsal, að þetta væri óboðlegur málflutningur. Þurfti forseti að grípa í taumana. Helga Vala þakkaði honum fyrir góða fundarstjórn og sagði miður að sjá „hversu hæstvirtur fjármálaráðherra virðist vera vanstilltur, ræðst hér að forseta þingsins og rýkur á dyr.“ Hún sagði ljóst að þingmenn stjórnarflokkanna væru almennt vanstilltir vegna þessarar umræðu.Klippa: Helga Vala gagnrýnir fjármálaráðherra
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira