Hæpið að verkalýðshreyfingin geti verið stjórnmálaframboð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. nóvember 2019 06:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur nefnt hugmyndir um stjórnmálaþátttöku VR. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði nýlega hugmyndir um að verkalýðshreyfingin stigi á svið flokkspólitíkur, annaðhvort með eigin framboðslista eða með styrkjum til flokka til að ná markmiðum hreyfingarinnar fram. Lögspekingar eru hins vegar ekki sannfærðir um að þetta samrýmist hlutverki hreyfingarinnar samkvæmt lögum. „Ég myndi segja að verkalýðshreyfingin ætti að fara varlega í að stofna stjórnmálaflokk eða styðja slíka flokka. Félögin eru samsett af hópi fólks sem þarf ekki endilega að eiga samleið með þeirri stjórnmálaskoðun,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hér ber að líta til félagafrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og 11. greinar Mannréttindasáttmálans um félagafrelsi. Gengið hafa dómar gegn Íslandi hjá Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg vegna þessa. Svo sem í máli Varðar Ólafssonar frá árinu 2010, er laut að gjöldum til Samtaka iðnaðarins og afstöðu þeirra samtaka til ýmissa pólitískra mála, svo sem aðildar að Evrópusambandinu. Elín Ósk Helgadóttir, aðjunkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir vísbendingar í lögum um að verkalýðsfélög sem slík geti ekki starfað sem stjórnmálaflokkar eða notað sjóði sína í framboð. „Í lögunum eru skýrar reglur um framlög sem stjórnmálasamtökum er heimilt að taka við frá einstökum lögaðila eða lögráða einstaklingi. Ljóst er að stéttarfélög fá fjárframlög eða afla sér fjármuna með öðrum og ólíkum hætti,“ segir Elín. Aðspurð um hvort verkalýðsfélög gætu stofnað framboð á annarri kennitölu segir hún það hæpið. „Miðað við hvernig lagaumhverfi stjórnmálaflokka er sett upp annars vegar og stéttarfélaga hins vegar verður að ætla að þetta tvennt geti vart farið saman,“ segir Elín. Samkvæmt lögum nr. 17/2003 sé í báðum tilfellum um að ræða almenn félög og ekki skráningarskyld. „Við stofnun verða þau lögaðilar og er skráning ekki skilyrði fyrir rétthæfi þeirra. Í lögum er ekki fjallað mikið að öðru leyti um skipan almennra félaga og skipta því ákvæði samþykkta og sérlaga miklu máli við túlkun á réttarstöðu þeirra. Miðað við framangreint verður því að ætla að ef verkalýðshreyfing „ætlar í framboð“ þurfi hún að stofna aðgreint almennt félag um starfsemina.“ Hvað varðar að styrkja flokka telur Elín ekkert hindra að verkalýðshreyfingin geti gert það upp að vissu marki, eða 550 þúsundum samkvæmt lögum. Segir hún ekki vera lögbundna aðildarskyldu að stéttarfélögum, heldur sé hægt að greiða vinnuréttargjald fyrir þá þjónustu sem stéttarfélögin myndu annars veita, svo sem kjarasamningsgerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira