Davíð segir Ágúst Ólaf Ágústsson sérstaka blaðsíðu Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 09:02 Davíð telur að ætla megi að Ágúst Ólafur hafi mátt sæta einelti vegna fátæktar, sem er einskonar öfugmælavísa ritstjórans og fyrrum forsætisráðherra. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32