Carragher og Neville ósammála um hvort að reka eigi Emery Anton Ingi Leifsson skrifar 26. nóvember 2019 13:30 Unai Emery líflegur á hliðarlínunni í 2-2 jafnteflinu gegn Southampton um helgina. vísir/getty Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála í Monday Night Football í gærkvöldi þegar rætt var um hvort að Arsenal ætti að láta Spánverjann, Unai Emery fara. Gengi Arsenal hefur verið afleitt á tímabilinu en Arsenal hefur einungis unnið fjóra af fyrstu þrettán leikjunum í ensku deildinni. Staða Emery var til umræðu í þættinum í gær og þeir félagar voru ekki sammála. „Ég fer aftur til fyrsta Monday Night Football á síðasta ári þegar vð ræddum Unai Emery. Ég vildi sjá stjóra aðlagast mismunandi tímum en Gary vildi að þeir myndu halda sig við sínar reglur. Emery hefur ekki aðlagast og hefur búið til ringulreið,“ sagði Carragher. „Það er ringulreið meðal stuðningsmanna, meðal leikmanna og ringulreið hjá honum sjálfum. Leikurinn gegn Southampton lýsir síðustu átján mánuðum hjá Emery.“ „Þeir skora mörk því þeir eru með framherja og þeir fá á sig mörk því þeir eru alltaf að reyna spila út úr vörninni. Þeir fá tuttugu skot á sig í hverjum leik og stjórinn er alltaf að breyta uppstillingunni. Hann spilaði með þrjár mismunandi liðsuppstillingar um helgina.“.@Carra23 and @GNev2 gave contrasting views on Unai Emery on Monday Night Football after Arsenal's 2-2 draw with Southampton on Saturday cranked up the pressure on the Spaniard...https://t.co/jEnKNQKrdP — Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) November 25, 2019 „Á þessum tímapunkti þá held ég að Unai Emery sé ekki í Meistaradeildargæðum. Hann er Evrópudeildargæði. Frábær ferill og allt sem hann hefur gert en ég held að hann sé ekki sá sem Arsenal þarf,“ bætti Carragher við. Neville var hins vegar ósammála félaga sínum í settinu í gær og tók upp hanskann fyrir Emery. „Ég held að það sé splundrun í stjórninni. Þeir hafa séð hvað hefur gerst hjá Manchester United eftir langa veru Sir Alex Ferguson og þeir voru með Arsene Wenger lengur í starfi.“ „United er ekki nær því að vinna deildina en þeir voru fyrir átta árum síðan. Arsenal mun líta á það. Þeir munu anda og halda sig við upphafs ákvörðunina, að ráða hann inn til félagsins, þangað til þeir eru algjörlega vissir um hvað þeir vilja gera - því annars skapa þeir enn meiri ringulreið hjá félaginu.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Völdu úrvalslið áratugarins í enska boltanum: Einn leikmaður Liverpool komst í lið Carragher Það var fjör í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem valið var úrvalslið áratugarins. 26. nóvember 2019 09:00 Carragher setti á sig gleraugun og fór yfir sigurmark Mahrez Riyad Mahrez var hetja Manchester City í stórleiknum gegn Chelsea um helgina. 26. nóvember 2019 12:00 „Kæmi mér rosalega á óvart ef Everton verður ekki í fallsæti eftir þessa leiki“ Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli. 26. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála í Monday Night Football í gærkvöldi þegar rætt var um hvort að Arsenal ætti að láta Spánverjann, Unai Emery fara. Gengi Arsenal hefur verið afleitt á tímabilinu en Arsenal hefur einungis unnið fjóra af fyrstu þrettán leikjunum í ensku deildinni. Staða Emery var til umræðu í þættinum í gær og þeir félagar voru ekki sammála. „Ég fer aftur til fyrsta Monday Night Football á síðasta ári þegar vð ræddum Unai Emery. Ég vildi sjá stjóra aðlagast mismunandi tímum en Gary vildi að þeir myndu halda sig við sínar reglur. Emery hefur ekki aðlagast og hefur búið til ringulreið,“ sagði Carragher. „Það er ringulreið meðal stuðningsmanna, meðal leikmanna og ringulreið hjá honum sjálfum. Leikurinn gegn Southampton lýsir síðustu átján mánuðum hjá Emery.“ „Þeir skora mörk því þeir eru með framherja og þeir fá á sig mörk því þeir eru alltaf að reyna spila út úr vörninni. Þeir fá tuttugu skot á sig í hverjum leik og stjórinn er alltaf að breyta uppstillingunni. Hann spilaði með þrjár mismunandi liðsuppstillingar um helgina.“.@Carra23 and @GNev2 gave contrasting views on Unai Emery on Monday Night Football after Arsenal's 2-2 draw with Southampton on Saturday cranked up the pressure on the Spaniard...https://t.co/jEnKNQKrdP — Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) November 25, 2019 „Á þessum tímapunkti þá held ég að Unai Emery sé ekki í Meistaradeildargæðum. Hann er Evrópudeildargæði. Frábær ferill og allt sem hann hefur gert en ég held að hann sé ekki sá sem Arsenal þarf,“ bætti Carragher við. Neville var hins vegar ósammála félaga sínum í settinu í gær og tók upp hanskann fyrir Emery. „Ég held að það sé splundrun í stjórninni. Þeir hafa séð hvað hefur gerst hjá Manchester United eftir langa veru Sir Alex Ferguson og þeir voru með Arsene Wenger lengur í starfi.“ „United er ekki nær því að vinna deildina en þeir voru fyrir átta árum síðan. Arsenal mun líta á það. Þeir munu anda og halda sig við upphafs ákvörðunina, að ráða hann inn til félagsins, þangað til þeir eru algjörlega vissir um hvað þeir vilja gera - því annars skapa þeir enn meiri ringulreið hjá félaginu.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Völdu úrvalslið áratugarins í enska boltanum: Einn leikmaður Liverpool komst í lið Carragher Það var fjör í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem valið var úrvalslið áratugarins. 26. nóvember 2019 09:00 Carragher setti á sig gleraugun og fór yfir sigurmark Mahrez Riyad Mahrez var hetja Manchester City í stórleiknum gegn Chelsea um helgina. 26. nóvember 2019 12:00 „Kæmi mér rosalega á óvart ef Everton verður ekki í fallsæti eftir þessa leiki“ Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli. 26. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Völdu úrvalslið áratugarins í enska boltanum: Einn leikmaður Liverpool komst í lið Carragher Það var fjör í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem valið var úrvalslið áratugarins. 26. nóvember 2019 09:00
Carragher setti á sig gleraugun og fór yfir sigurmark Mahrez Riyad Mahrez var hetja Manchester City í stórleiknum gegn Chelsea um helgina. 26. nóvember 2019 12:00
„Kæmi mér rosalega á óvart ef Everton verður ekki í fallsæti eftir þessa leiki“ Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli. 26. nóvember 2019 11:00