Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2019 19:00 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. Í Kompás sem birtur var á Vísi í gær gagnrýnir Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára stúlka, barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér. Litið hafi verið framhjá vanrækslu og ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig:Lokuð á heimilinu með geðveikri móðurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldi.Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að verið sé að skoða málið fimmtán ár aftur í tímann.„Ég var bara mjög sorgmædd þegar ég hlustaði á viðtalið og var mjög brugðið. Og ég vil sem bæjarstjóri bara biðjast fyrirgefningar,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Málið sé í rannsókn hjá Barnaverndarstofu. Þá hafi bæjarstjórn samþykkt að rannsóknarstofnun hjá Háskóla Íslands geri óháða úttekt á starfi barnaverndarnefndarinnar aftur í tímann. „Óskað var eftir því að barnaverndarmál yrðu skoðuð síðastliðinn fimmtán ár," segir Ásgerður.Vonar að klíkuskapur hafi ekki haft áhrif Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Ásgerður vonar að svo hafi ekki verið. „Það hlýtur að verða að það verði skoðað hjá Barnaverndarstofu og ég vona að svo hafi ekki verið,“ segir Ásgerður. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir margt í málinu benda til þess að bærinn hafi brugðist og að verkferlum hafi ekki verið fylgt. „Þetta mál virðist vera svartur blettur á annars ágætu samfélagi okkar Seltirningar. Því miður endurspeglun af góðum slatta af meðvirkni og jafnvel smá frændhygli sem er einkennandi fyrir lítil samfélög og sömuleiðis bendir þetta til þess að barnavernd hjá okkur hafi staðið sig með eindæmum illa," segir Karl Pétur.Vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur segir að málið lýsi stefnuleysi í stjórn bæjarins sem hafi leitt af sér sjö hundruð milljóna hallarekstur á síðustu fjórum árum. Sveitarfélagið sé á mörkum þess að hafa burði til að meðhöndla félagsleg málefni. Hann vill að bærinn gangi til samninga við Margréti Lilly og greiði henni miskabætur. Telur hann að málið verði rætt á borgarstjórnarfundi á morgun. „Allt sem hefur komið fram í þessu máli og þau gögn sem liggja fyrir styðja það,“ segir Karl Pétur. Ásgerður segir að nú þegar sé búið að bæta við starfsfólki í félagsþjónustu bæjarins. „Auðvitað bíðum við líka eftir niðurstöðunum til að fara yfir það sem betur má fara," segir Ásgerður.. Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. 25. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. Í Kompás sem birtur var á Vísi í gær gagnrýnir Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára stúlka, barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér. Litið hafi verið framhjá vanrækslu og ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig:Lokuð á heimilinu með geðveikri móðurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldi.Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að verið sé að skoða málið fimmtán ár aftur í tímann.„Ég var bara mjög sorgmædd þegar ég hlustaði á viðtalið og var mjög brugðið. Og ég vil sem bæjarstjóri bara biðjast fyrirgefningar,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Málið sé í rannsókn hjá Barnaverndarstofu. Þá hafi bæjarstjórn samþykkt að rannsóknarstofnun hjá Háskóla Íslands geri óháða úttekt á starfi barnaverndarnefndarinnar aftur í tímann. „Óskað var eftir því að barnaverndarmál yrðu skoðuð síðastliðinn fimmtán ár," segir Ásgerður.Vonar að klíkuskapur hafi ekki haft áhrif Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Ásgerður vonar að svo hafi ekki verið. „Það hlýtur að verða að það verði skoðað hjá Barnaverndarstofu og ég vona að svo hafi ekki verið,“ segir Ásgerður. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir margt í málinu benda til þess að bærinn hafi brugðist og að verkferlum hafi ekki verið fylgt. „Þetta mál virðist vera svartur blettur á annars ágætu samfélagi okkar Seltirningar. Því miður endurspeglun af góðum slatta af meðvirkni og jafnvel smá frændhygli sem er einkennandi fyrir lítil samfélög og sömuleiðis bendir þetta til þess að barnavernd hjá okkur hafi staðið sig með eindæmum illa," segir Karl Pétur.Vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur segir að málið lýsi stefnuleysi í stjórn bæjarins sem hafi leitt af sér sjö hundruð milljóna hallarekstur á síðustu fjórum árum. Sveitarfélagið sé á mörkum þess að hafa burði til að meðhöndla félagsleg málefni. Hann vill að bærinn gangi til samninga við Margréti Lilly og greiði henni miskabætur. Telur hann að málið verði rætt á borgarstjórnarfundi á morgun. „Allt sem hefur komið fram í þessu máli og þau gögn sem liggja fyrir styðja það,“ segir Karl Pétur. Ásgerður segir að nú þegar sé búið að bæta við starfsfólki í félagsþjónustu bæjarins. „Auðvitað bíðum við líka eftir niðurstöðunum til að fara yfir það sem betur má fara," segir Ásgerður..
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. 25. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. 25. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00