Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2019 22:31 Lengstu vegi Grænlands til þessa lagði Bandaríkjaher út frá Kangerlussuaq-flugvelli. Volkswagen lengdi síðan vegina fyrir um tuttugu árum til að komast með bíla á Grænlandsjökul til reynsluaksturs. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. Fyrsti þjóðvegur Grænlands verður 170 kílómetra langur og lagður milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2.Kangerlussuaq, eða Syðri Straumfjörður, var bandarísk herstöð til ársins 1992. Brúin er yfir jökulfljót sem þar rennur til sjávar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malarvegirnir sem núna liggja út frá flugvellinum í Kangerlussuaq eru um fimmtíu kílómetra langir og þeir langlengstu á Grænlandi og þar geta menn búist við að sjá sauðnaut í vegkantinum. Aðrir vegir Grænlands ná aðeins fáeina kílómetra út frá stærstu byggðum landsins og engir tveir bæir eru tengdir saman með vegi.Sauðnaut við Kangerlussuaq. Hreindýr eru einnig algeng á svæðinu, sem státar af fjölskrúðugasta dýralífi Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En núna hefur grænlenska þingið með fjárlögum næsta árs samþykkt fjárveitingu sem nemur 900 milljónum íslenskra króna til að hefjast handa við gerð fyrsta þjóðvegar landsins, milli hafnarbæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var þekktur sem Syðri Straumfjörður. Fjármunirnir fara til að skipuleggja og hanna veginn en heildarkostnaður við verkið er talinn verða milli sjö og níu milljarðar króna.Vegurinn verður um 170 kílómetra langur.Grafík/Stöð 2.Sisimiut er tæplega sexþúsund manna bær og ráðamenn þar telja að vegurinn opni á fiskflutninga með flugi en leiði einnig til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þannig skýrði grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq nýlega frá áhuga íslenska fyrirtækisins Arctic Adventures á því að koma að fjögurra milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu að því tilskyldu að vegurinn verði lagður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Samgöngur Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. 10. nóvember 2019 21:15
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13
Grænlendingar huga að gerð fyrsta þjóðvegarins Grænlensk stjórnvöld undirbúa nú lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, 170 kílómetra vegar milli aðalflugvallar landsins og næst stærsta bæjarins. 28. nóvember 2017 10:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“