Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 14:02 Stefán Einar Stefánsson á baráttufundi verkamanna þegar hann var formaður VR. Hann vandar ekki formanni stéttarfélags blaðamanna kveðjurnar í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira