Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 17:50 Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira