Mikil óánægja á BUGL Ari brynjólfsson skrifar 29. nóvember 2019 08:00 Mikil starfsmannavelta hefur verið meðal fagfólks á Barna- og unglingageðdeild, BUGL, síðastliðin ár eða um 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtalsvert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga með launahækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innandyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónustunnar þar sem þjálfun nýrra starfsmanna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftirsóknarvert að vinna á BUGL. Fagfólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroskaraskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og unglinga þar sem grunur er um sjálfsvígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sérhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunnlaun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsugæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgarsvæði og á landsvísu,“ segir Ingibjörg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjónustu orðið til þess að starfsmennirnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sérhæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróunar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglaunastefna í boði stjórnvalda er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefnasviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Mikil óánægja er meðal fagfólks sem starfar á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Starfsmannaveltan hefur verið í kringum 45 prósent síðustu ár meðal fagfólks. „Vel þjálfaðir starfsmenn eru að hverfa til annarra betur launaðra starfa þar sem BUGL þykir ekki samkeppnishæfur vettvangur eða eftirsóknarverður vegna umtalsvert lakari kjara en annars staðar hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi hjá BUGL. Dæmi eru um að fagfólki hafi verið boðin einfaldari störf hjá heilsugæslustöðvum og félagsþjónustu sveitarfélaga með launahækkun upp á 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL, um er að ræða viðkvæman hóp barna með fjölþættan vanda. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði komum um 16 prósent. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, segir að útlit sé fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Síðastliðin ár hafa verið BUGL þung í skauti og hefur starfsmannavelta verið um 45 prósent meðal fagfólks. Á síðustu vikum og mánuðum hefur borið á auknum kvörtunum starfsmanna vegna vaxandi álags. Þar innandyra er mikil umræða um léleg kjör almennt, þá sérstaklega meðal starfsmanna í BHM, sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Á það einnig við um hjúkrunarfræðinga og fleiri starfshópa. Ingi Jón Hauksson, sálfræðingur á göngudeild BUGL, segir starfsfólk geta gengið að mun betri kjörum hjá heilsugæslustöðvum, félagsþjónustu og barnavernd sveitarfélaga. Hann segir starfsemi BUGL mjög sérhæfða og það taki langan tíma að þjálfa starfsfólkið. „Það gefur augaleið að mikil starfsmannavelta er mjög truflandi fyrir starfsemina. Þetta hefur áhrif á gæði þjónustunnar þar sem þjálfun nýrra starfsmanna tekur langan tíma, auk þess sem mikið viðbótarálag fylgir því að vera stöðugt með nýliða í þjálfun, sem hægir á allri starfsemi.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tekur í sama streng. „Það er oftast eftirsóknarvert að vinna á BUGL. Fagfólk vill koma hingað til að sækja sér reynslu og þekkingu. Það getur verið erfiðara að halda fólki yfir lengri tíma. Fagfólk nefnir oftast bág kjör og mikið álag sem ástæðu þess að það velur að hætta,“ segir Guðrún Bryndís. Hlutverk BUGL er að veita sérfræðiþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra með fjölþættan vanda, þar á meðal geð - og þroskaraskanir. Starfsemin skiptist í göngudeild og legudeild ásamt bráðaþjónustu fyrir börn og unglinga þar sem grunur er um sjálfsvígshættu eða alvarlegri geðræn einkenni. Alls starfa þar um 80 starfsmenn. Í dag eru 510 börn í þjónustu hjá BUGL. Komum á göngudeild hefur fjölgað töluvert á milli ára. Árið 2018 fjölgaði þeim um 16 prósent. Guðrún Bryndís segir útlit fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á þessu ári um tæplega 15 prósent. Í dag er 101 barn á biðlista eftir þjónustu. Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi segir að launamunurinn sé mikill. „Starfsmenn göngudeildar BUGL eru að öllu jöfnu dagvinnufólk, margir starfsmenn eru í tveimur störfum til að ná endum saman, þrátt fyrir langa skólagöngu og sérhæfingu,“ segir Ingibjörg. Ingi Jón segir að fagfólki BUGL hafa verið boðin mun hærri grunnlaun hjá öðrum ríkisstofnunum og sveitarfélögum. „Við erum að tala um mánaðarlega hækkun um 150 þúsund krónur og upp í 200 þúsund.“ Þau segja þetta skjóta skökku við í ljósi þess árangurs sem BUGL hefur náð á síðasta áratug. „Við getum nefnt samráðsteymi með heilsugæslu, félags- og skólaþjónustu, í nærumhverfi, bæði á höfuðborgarsvæði og á landsvísu,“ segir Ingibjörg. Sú aukna sérfræðiþjónusta og samvinna hafi orðið til þess að málin sem fagfólk BUGL er að sinna séu tímafrekari, þyngri og flóknari. Þá hefur átak Landspítalans við að kosta sérhæfða símenntun starfsmanna til að byggja undir góða og sérhæfða meðferð og þjónustu orðið til þess að starfsmennirnir hafi orðið eftirsóttari annars staðar í kerfinu. Ingibjörg segir að það þurfi að grípa inn í. „Ríkið þarf að snúa við þessari öfugþróun í kjaramálum Landspítalans með því að tryggja betur samkeppnishæf laun hjá þessum fagstéttum til að BUGL og Landspítalanum haldist betur á sérhæfðu starfsfólki.“ Eina krafan sé að gera launin sambærileg þeim sem bjóðast á öðrum stöðum. „Öllum má vera ljóst að krafa um gæðaþjónustu rímar illa við láglaunastefnu sem hefur viðgengist til margra ára og grefur undan allri uppbyggingu sérþekkingar og faglegrar þróunar,“ segir Ingibjörg. „Þessi láglaunastefna í boði stjórnvalda er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu Landspítalans og viljayfirlýsingu fimm ráðuneyta og sveitarfélaga um að auka samstarf milli málefnasviða til að bæta þjónustu við börn og unglinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira