Einn helsti bakhjarl Hvítu hjálmanna dó í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 13:18 Hvítir hjálmar að störfum í Aleppo í Sýrlandi. Vísir/Getty Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim. Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Einn af helstu bakhjörlum Hvítu hjálmanna svokölluðu (Syrian Civil Defence) í Sýrlandi fannst látinn í Istanbúl í dag. Hinn breski James Le Mesurier fannst fyrir utan íbúð sína í borginni og er hann sagður hafa fallið af svölum íbúðarinnar í nótt. Ekki liggur fyrir hvernig það kom til og lögreglan hefur ekki útilokað að glæpur hafi verið framin, samkvæmt CNN. Eiginkona Le Mesurier var heima en hún var sofandi þegar hann dó.Le Mesurier stofnaði samtökin Mayday Rescue og þau samtök þjálfuðu marga af hjálparsveitum SCD, sem sagðir eru hafa bjargað þúsundum lífa í Sýrlandi. Hann er í raun talinn einn af stofnendum Hvítu hjálmanna. Áður starfaði Le Mesurier, samkvæmt BBC, hjá breska hernum og Sameinuðu þjóðunum. Hann var heiðraður árið 2016 af drottningu Bretlands fyrir störf hans í tengslum við SCD og almenna borgara í Sýrlandi. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir.Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaMyndbönd og myndir sem teknar hafa verið af sjálfboðaliðum SCD hafa þó verið notaðar til að varpa ljósi á loftárásir Rússa og stjórnarhers Sýrlands á sjúkrahús og híbýli almennra borgara í Sýrlandi. Þá voru gögn frá þeim einnig notuð til að koma upp um efnavopnaárás stjórnarhersins á Khan Sheikhoun.Áróðursherferðin í garð Hvítu hjálmanna hófst um það leyti sem aðgerðir Rússa í Sýrlandi hófust og hafa samtökin meðal annars verið sökuð um hryðjuverk og skipulagningar efnavopnaárása. Nú síðast um helgina tísti Utanríkisráðuneyti Rússlands tilvitnun í talskonu ráðuneytisins um að Le Mesurier hefði verið útsendari leyniþjónustu Bretlands og hann tengdist hryðjuverkasamtökum víða um heim.
Bretland Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira