Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 13:31 Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hluti félagsmanna hjá Blaðamannafélagi Íslands lagði niður störf í fjórar klukkustundir síðasta föstudag. Meint verkfallsbrot, sem Hjálmari Jónssyni, formanni B.Í. telst til að séu þrjátíu talsins hjá Morgunblaðinu og eitt hjá Ríkisútvarpinu, verða kærð til félagsdóms. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót. Þegar fréttastofa náði tali af Hjálmari hafði hann nýlokið fundi með lögfræðingi vegna hinna meintu verkfallsbrota. Átján blaðamenn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, lýstu yfir vonbrigðum með ritstjóra sína, samstarfsfólk á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra á meðan á verkfallinu stóð. Blaðamennirnir sendu fyrir helgi frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að þeir bæru ekki ábyrgð á þeim fréttum sem rötuðu inn á vefinn á umræddum tíma.Sjá nánar: Blaðamenn mbl.is svekktir með framferði ritstjóra Hjálmar er ekki bjartsýnn á að Félagsdómur verði búinn að komast að niðurstöðu fyrir næsta föstudag þegar félagsmenn leggja niður störf á ný. Hjálmar segir að félagið hefði eytt allri óvissu um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Enginn vafi hefði átt að ríkja um hana því hann hafi ítrekað lagt línurnar. „Þeir eru búnir að vita frá tíunda október hvað við vorum að hugsa og ég hef ítrekað skrifað þeim eftir það og óskað eftir að það yrði haft samráð við okkur um framkvæmd verkfallsins þannig að þetta gæti farið vel fram og ég fékk ekki nein svör nema frá Sýn, þar sem þetta var alveg til fyrirmyndar. Ég fékk að vísu ekki svör frá Fréttablaðinu en þar var bara okkar túlkun viðurkennd og farið eftir henni. Ég heyrði ekkert frá Morgunblaðinu og RÚV og þau brutu verkfallið.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að ætla að framkvæmd vinnustöðvunar verði þá með öðrum hætti næsta föstudag en hún var fyrir helgi segir Hjálmar: „Mér sýnist einbeittur brotavilji vera þarna á ferðinni. Ég get tekið ábyrgð á sjálfum mér en ég get ekki tekið ábyrgð á öðrum eða hegðun þeirra. Við hljótum auðvitað í samninganefnd B.Í. að taka ákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru fyrirliggjandi um það sem framundan er.“En bitu verkföllin nægilega fast?„Þau allavega bitu það fast að þau sjá ástæðu til þess að brjóta vinnulöggjöfina; sáu ástæðu til þess að láta samstarfsfólk ganga í störf samstarfsmanna sem er út af fyrir sig svo ótrúlegt að ég hefði ekki einu sinni haft hugmyndaflug til að láta mér detta það í hug.“ Fundur B.Í. og S.A. fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag en Hjálmar á ekki von löngum fundi. „Í ljósi þess skorts á mannasiðum sem okkar viðsemjendur hafa sýnt þá sé ég ekki ástæðu til þess að sitja lengi í sama herbergi og þeir,“ segir Hjálmar. Félagar í Blaðamannafélaginu sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs leggja niður störf næsta föstudag en þá í átta klukkustundir. Aðgerðirnar ná þó eingöngu til ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fréttavefjum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Vísis.Hér er hægt að lesa nánar um útfærslu verkfallsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36