Ellefu marka ljúfmenni úr Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. nóvember 2019 16:00 Tjörvi skoraði 11 mörk gegn Íslandsmeisturum Selfoss. Hann segir að stemningin í hópnum sé frábær enda er liðið á toppnum. vísir/bára Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira