Ellefu marka ljúfmenni úr Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. nóvember 2019 16:00 Tjörvi skoraði 11 mörk gegn Íslandsmeisturum Selfoss. Hann segir að stemningin í hópnum sé frábær enda er liðið á toppnum. vísir/bára Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira