Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Heimir Már Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 13. nóvember 2019 13:31 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. Frá fundi hans var greint í Kveik í gær, þar sem fjallað var um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins í Namibíu. Fari svo að sjávarútvegsráðherra þurfi að taka ákvarðanir er lúta að því sem fram kom í umfjölluninni segist hann ætla að segja sig frá þeim. Í samtali við fréttastofu undirstrikar Kristján að heimsókn sín á skrifstofurnar hafi verið „fimm mínútna kurteisishjal og meira veit ég ekki um málið. Ég hef ekkert að fela í þeim efnum,“ segir Kristján. Þannig segist hann ekki hafa vitað að um namibíska áhrifamenn hafi verið að ræða. „Svo er það þannig í þessu blessaða lífi stjórnmálamanna að við hittumst og tökum í hendur á fólki af ólíklegasta toga og þetta er eitt af þeim tilvikum í lífinu,“ segir Kristján.Sjá einnig: „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Hann neitar að hafa verið boðaður sérstaklega til fundar þennan dag. Hans fundur hafi verið persónulegs eðlis og hann ekkert vitað af viðskiptunum sem fjallað var um í Kveiki í gær fyrr en í síðustu viku þegar Stundin spurðist fyrir um málið. Hann segir það Samherja að svara fyrir ásakanirnar og minnir á að hann hafi ekki haft afskipti af fyrirtækinu í nítján ár þegar hann hætti í stjórn fyrirtækisins.Niðurstaða nauðsynleg Engu að síður muni hann gera það sem hann hafi boðað, þegar hann tók við embætti sjávarútvegsráðherra árið 2017. Komi upp mál sem tengist Samherja muni hann meta hæfi sitt - „og það er enginn efi í mínum huga að ef einhver ákvörðun kemur inn á borð sjávarútvegsráðherra í þessum efnum þá mun ég ekki taka ákvörðun í því máli heldur segja mig frá því.“ Hann segir samskipti sín við Samherja í dag vera takmörkuð. „Það er nú þannig að ég hef ekki haft nein einustu afskipti af rekstri eða starfsemi Samherja frá því að ég sat þar í stjórn fyrir 19 árum.“ Hann minnir á að mál Samherja er nú komið á borð héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra og telur Kristján Þór mikilvægt að niðurstaða fáist í málið sem fyrst. Komi á daginn að lög hafi verið brotin muni íslenskt regluverk taka á því. Einstaklingsbundnar skoðanir hans eða annarra á innihaldi Kveiksþáttarins skipti litlu máli í þeim efnum. Kristján segir að sér þyki málið „eðlilega sorglegt.“ Þátturinn hafi verið sláandi og óumdeilt að umfjöllunin muni skaða orðspor íslensk sjávarútvegs. „Þetta er staða sem við glímum við og þurfum að greiða úr með einhverjum hætti. Fyrst af öllu er að niðurstaða rannsókna okkar opinberu eftirlitsstofnana beri ávöxt og komist til einhverrar niðurstöðu.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21