Fréttir frá fjarlægu landi Sigríður Á. Andersen skrifar 14. nóvember 2019 12:35 Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sigríður Á. Andersen Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun