Segja Orkuveituna skulda notendum milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 19:50 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið komst áður að þeirri niðurstöðu að álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 hafi verið ólögmæt. Vísir/vilhelm Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“ Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna sakar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að hafa innheimt vatnsgjöld umfram það sem lög leyfi upp á milljarða króna undanfarin ár. Álykta samtökin þetta á grundvelli þess að OR hafi verið óheimilt að greiða eigendum sínum út arð. Dótturfélag Orkuveitunnar neitar ásökununum. Samtökin byggja þetta á svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við fyrirspurn þeirra þar sem fram kemur að mat ráðuneytisins sé að sveitarfélögum sé óheimilt að greiða sér út arð úr rekstri vatnsveitna. Orkuveita Reykjavíkur greiddi eigendum sínum rúma 1,2 milljarða í arð árið 2018 og 750 milljónir króna árið þar áður. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Orkuveitunnar en einnig á Akraneskaupstaður og Borgarbyggð hlut í fyrirtækinu.Hefur áður oftekið vatnsgjöld Fyrr á þessu ári komst samgöngu- og sveitstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að að Orkuveitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam að lágmarki 2% árið 2016. Orkuveitan tilkynnti þann 16. ágúst síðastliðinn að hún hygðist endurgreiða 2% af ofteknum gjöldum ársins 2016. Í þeim úrskurði kom jafnframt fram að „í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er tekið fram að ekki skuli ákveða í gjaldskrá hærra gjald en nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna.”Saka samtökin um rangfærslur Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur sem rekur meðal annars vatnsveitu á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi, segir að nokkuð sé um missagnir í tilkynningu Neytendasamtakanna. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að hlutdeild vatnsveitu af veltu Orkuveitusamstæðunnar hafi verið 6,9 prósent. Í ljósi þessa sé ekki hægt að færa rök fyrir því að arðgreiðslur OR til sveitarfélaganna sé að mestu vegna vatnsveitu. Einnig er það mat Veitna að „sú leiðrétting sem fyrirtækið gerði á vatnsgjöldum ársins 2016 nú í haust sé í fullu samræmi við lög.“
Neytendur Orkumál Tengdar fréttir OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30 Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30 Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt. 24. apríl 2019 08:30
Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. 1. maí 2019 09:30
Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. 19. júní 2019 13:00