Spöruðu 20 prósent eftir útboð á þvagleggjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2019 08:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45
Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30
Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25