Fólk er að veikjast úr streitu og oft nokkuð alvarlega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Sigrún Ása Þórðardóttir segir kulnun vera að aukast hjá fólki hér á landi. Baldur Hrafnkell Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira